Skip to content

Samræmd próf í 7. bekk

Samræmdu prófin í 7. bekk eru haldin þessa dagana. Fimmtudaginn 24. september var próf í íslensku og stærðfræðiprófið er föstudaginn 25. september.
Í tilefni prófa var ákveðið var að bjóða nemendum 7. bekkja í Engjaskóla upp á góðan morgunverð. Þannig að þegar nemendur komu í skólann mætti þeim glæsilegt hlaðborð. Kennarar buðu þá velkomna og síðan var tekið vel til matar síns. Sannkölluð góð byrjun á góðum degi.
Eftir góðan morgunverð hefur próftakan líklega verið leikur einn!
Myndir.