Skip to content

Fyrstu fréttir úr Engjaskóla

Skólastarfið fer vel af stað í nýjum Engjaskóla, fullur skóli af ánægðum nemendum sem eru tilbúnir að takast á við verkefni vetrarins. Það er búið að vera nóg að gera hjá starfsfólki við stefnumótun og hrinda af stað helstu áhersluþáttum skólastarfsins eins og „Uppeldi til ábyrgðar“, leiðsagnarnámi og teymiskennslu. Ingvar Sigurgeirsson prófessor hefur verið okkur innan handar í þeirri vinnu.
Það er gaman að segja frá því að við erum með val á miðstigi í Engjaskóla þar sem nemendur úr 5.-7. bekk blandast í tveimur síðustu tímunum á miðvikudögum. Valið hófst í þessari viku eins og myndirnar bera með sér eru nemendur ur mjög ánægðir með valið sitt.

Kær kveðja frá Engjaskóla.

Hér eru myndir frá fyrstu valtímunum.