Skólasetning 24. ágúst

Skólasetning verður í Engjaskóla 24. ágúst þar sem nemendur í 2.-7. bekk eru boðaðir á sal skólans og fara síðan inn í stofur. Því miður getum við ekki tekið á móti foreldrum en komum til með að senda upplýsingar um skipulag skólastarfsins í tölvupósti.
Reiknað er með að nemendur verði 45 mínútur við skólasetninguna.
Kl. 9:00 mætir 2. og 3. bekkur
Kl. 9:30 mætir 4. og 5. bekkur
Kl. 10:00 mætir 6. bekkur
Kl. 10:30 mætir 7. bekkur
Nemenda- og foreldraviðtöl verða hjá 1. bekk dagana 24.-25. ágúst í samráði við umsjónarkennara.
Við hlökkum mikið til að taka á móti börnunum og að byrja nýtt skólaár í Engjaskóla.