Nýjar fréttir

Engjaskóli
Velkomin á heimasíðu Engjaskóla
Engjaskóli er nýr grunnskóli í norðanverðum Grafarvogi og er fyrir nemendur í 1. -7. bekk. Skóla- og frístundará Reykjavíkur samþykkti á síðasta skólaári breytingar á skólastarfi í Grafarvoginum. Breytingin var sú að Vættaskóli og Kelduskóli sem voru heildstæðir grunnskólar með nemendur frá 1.-10. bekk yrðu að þremur aðskildum skólum. Tveir grunnskólar með nemendum í 1.-7. bekk þ.e. Engjaskóli og Borgaskóli og Víkurskóli yrði safnskóli með nemendur í 8.-10. bekk. Nemendur í Engjaskóla eru um 260. Frístundaheimilið Brosbær er starfrækt í Engjaskóla og einnig fer hér fram félagsmiðstöðvarstarf fyrir 10 – 12 ára nemendur.
Hlutverk Engjaskóla er að bjóða upp á fjölbreytt og skapandi nám, stuðla að alhliða þroska allra nemenda, að mennta ábyrga og hæfa þjóðfélagsþegna með það að markmiði að þeir verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar sem geta tekið virkan þátt í þróun samfélagsins og stundað frekara nám.
Áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám og teymisvinnu starfsfólks. Skólinn leggur áherslu á heilsueflingu, umhverfismennt og nýsköpun.
Skólaárið 2020-2021 fer í stefnumótun með starfsfólki, nemendum og foreldrum. Á næsta skólaári er stefnt að því að byrja með nýrri stefnu Engjaskóla ásamt nýjum einkunnarorðum og merki skólans.
Kynning á skólastarfi
Engjaskóli er teymisskóli. Teymisskólar leggja áherslu á samvinnu allra sem að skólastarfinu koma.
Teymi er fámennur hópur einstaklinga sem sameinar krafta sína og þekkingu við að leysa sameiginleg verkefni og ná fram ákveðnum markmiðum. Tveir eða fleiri kennarar eru samábyrgir fyrir einum árgangi. Kennarar undirbúa sig saman og kenna einnig að einhverju marki saman. Annað starfsfólk vinnur einnig með teyminu.
Menntastefna til 2030

Viðburðadagatal
- 29 maí 2023
-
-
- 31 maí 2023
-
-
- 01 jún 2023
-
-