20 okt'20

Samráðsdagur og vetrarleyfi

Við viljum minna á samráðsdag nemenda, foreldra og kennara miðvikudaginn 21. október. Vegna aðstæðna verður dagurinn með breyttu sniði og samtölin munu fara fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað allt eftir samkomulagi   Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag. Fimmtudaginn 22. október tekur síðan við vetrarleyfi nemenda og mun það standa fram á mánudaginn 26.…

Nánar
16 okt'20

Bleiki dagurinn í Engjaskóla

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda hér á landi undanfarin ár. Þennan dag eru landsmenn hvattir til þess að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu. Nánari upplýsingar um viðburðinn er á síðu Bleiku slaufunnar. Föstudaginn 16. október ætlum…

Nánar
16 okt'20

Ólympíuhlaup Engjaskóla

Nemendur Engjaskóla hlupu Ólympíuhlaup ÍSÍ föstudaginn 2. október í hryssingslegu haustveðri. Hlaupið var frá Egilshöll, hring í Staðarhverfinu og endað á skólalóðinni. Hringurinn sem nemendur hlupu var 2,5 km,  flestir hlupu einn hring en nokkrir nemendur gerðu enn betur t.d. voru 5 nemendur sem hlupu 10 km og 6 nemendur sem hlupu 7,5 km. Samtals…

Nánar
15 okt'20

Frá 3. bekk

Í þriðja bekk höfum unnið með Uppeldi til ábyrgðar og Leiðsagnarnám. Læsisfimman ( Daily 5 ) er líka komin að stað. Hér eru nokkrar myndir frá starfinu.

Nánar
10 okt'20

Listaverk úr myndmenntastofunni

Frá myndmenntastofunni streyma listaverkin. Fjölbreytt verkefni, viðfangsefni af ólíkum toga og mismunandi efniviður. Dæmi um verkefni: Lífræn form í 1. bekk. 3. bekkur Töfraskógur. Litahringurinn skoðaður, áhrif andstæðra lita á hvern annan. 4. bekkur: Borg í ljósaskiptunum, heitir og kaldir litir. 5. bekkur lærir um hellalist og forsöguleg dýr, mammúta, fjallaljón og fleiri dýr. Nemendur…

Nánar
06 okt'20

Líffræði í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk eru að læra um líkama mannsins. Fyrstu kaflarnir fjalla um beinagrindina og vöðvana. Til að skilja betur hvernig vöðvar, bein og liðamót virka bjuggum við til vélmennahönd sem sýnir virkni vöðvanna í höndinni og hvar bein og liðamót eru. Nemendur voru duglegir að vinna þetta verkefni og höfðu gaman af. Myndir.

Nánar
25 sep'20

Listamenn í Engjaskóla

Þar sem foreldrum/forráðamönnum  gefst ekki tækifæri á að koma inn í skólann þessa dagana er við hæfi að sýna nokkrar myndir. List- og verkgreinakennarar hafa verið duglegir að setja upp verk nemenda um allan skóla. Það er dásamleg tilfinning að koma inn í skólann að morgni og sjá öll þessi fallegu listaverk prýða ganga skólans.…

Nánar
24 sep'20

Samræmd próf í 7. bekk

Samræmdu prófin í 7. bekk eru haldin þessa dagana. Fimmtudaginn 24. september var próf í íslensku og stærðfræðiprófið er föstudaginn 25. september. Í tilefni prófa var ákveðið var að bjóða nemendum 7. bekkja í Engjaskóla upp á góðan morgunverð. Þannig að þegar nemendur komu í skólann mætti þeim glæsilegt hlaðborð. Kennarar buðu þá velkomna og…

Nánar
18 sep'20

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Dagsetningin var valin vegna þess að dagurinn er afmælisdagur Ómars Ragnarssonar, þess merka manns.  Í Engjaskóla var haldið upp á daginn á margvíslegan hátt. Nemendur í myndmennt  fóru út, tíndu haustlauf og þrykktu í jarðleir sem fer síðan í leirofninn og verður glerjaður.  Það verður spennandi að sjá útkomuna! Myndir.

Nánar
11 sep'20

Fyrstu fréttir úr Engjaskóla

Skólastarfið fer vel af stað í nýjum Engjaskóla, fullur skóli af ánægðum nemendum sem eru tilbúnir að takast á við verkefni vetrarins. Það er búið að vera nóg að gera hjá starfsfólki við stefnumótun og hrinda af stað helstu áhersluþáttum skólastarfsins eins og „Uppeldi til ábyrgðar“, leiðsagnarnámi og teymiskennslu. Ingvar Sigurgeirsson prófessor hefur verið okkur…

Nánar