Fréttir

25 sep'20

Listamenn í Engjaskóla

Þar sem foreldrum/forráðamönnum  gefst ekki tækifæri á að koma inn í skólann þessa dagana er við hæfi að sýna nokkrar myndir. List- og verkgreinakennarar hafa verið duglegir að setja upp verk nemenda um allan skóla. Það er dásamleg tilfinning að koma inn í skólann að morgni og sjá öll þessi fallegu listaverk prýða ganga skólans.…

Nánar
24 sep'20

Samræmd próf í 7. bekk

Samræmdu prófin í 7. bekk eru haldin þessa dagana. Fimmtudaginn 24. september var próf í íslensku og stærðfræðiprófið er föstudaginn 25. september. Í tilefni prófa var ákveðið var að bjóða nemendum 7. bekkja í Engjaskóla upp á góðan morgunverð. Þannig að þegar nemendur komu í skólann mætti þeim glæsilegt hlaðborð. Kennarar buðu þá velkomna og…

Nánar
18 sep'20

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Dagsetningin var valin vegna þess að dagurinn er afmælisdagur Ómars Ragnarssonar, þess merka manns.  Í Engjaskóla var haldið upp á daginn á margvíslegan hátt. Nemendur í myndmennt  fóru út, tíndu haustlauf og þrykktu í jarðleir sem fer síðan í leirofninn og verður glerjaður.  Það verður spennandi að sjá útkomuna! Myndir.

Nánar
11 sep'20

Fyrstu fréttir úr Engjaskóla

Skólastarfið fer vel af stað í nýjum Engjaskóla, fullur skóli af ánægðum nemendum sem eru tilbúnir að takast á við verkefni vetrarins. Það er búið að vera nóg að gera hjá starfsfólki við stefnumótun og hrinda af stað helstu áhersluþáttum skólastarfsins eins og „Uppeldi til ábyrgðar“, leiðsagnarnámi og teymiskennslu. Ingvar Sigurgeirsson prófessor hefur verið okkur…

Nánar
24 ágú'20

Skólasetning Engjaskóla 2020

Fyrsta skólasetning Engjaskóla fór fram mánudaginn 24. ágúst 2020 í blíðviðri. Sökum aðstæðna þá mættu nemendur án foreldra í skólann þar sem Álfheiður skólastjóri og Hrafnhildur aðstoðarskólastjóri tóku á móti þeim á sal ásamt kennurum, Eftir stutta setningu héldu nemendur með umsjónarkennurum í stofurnar sínar þar sem þeir fengu mikilvægar upplýsingar og svo var þeim…

Nánar
18 ágú'20

Skólasetning 24. ágúst

Skólasetning verður í Engjaskóla 24. ágúst þar sem nemendur í 2.-7. bekk eru boðaðir á sal skólans og fara síðan inn í stofur. Því miður getum við ekki tekið á móti foreldrum en komum til með að senda upplýsingar um skipulag skólastarfsins í tölvupósti. Reiknað er með að nemendur verði 45 mínútur við skólasetninguna. Kl.…

Nánar
06 ágú'20

Nýr Engjaskóli

Nýr Engjaskóli verður settur 24.ágúst næstkomandi. Allar nánari upplýsingar verða birtar við fyrsta tækifæri. Stjórnendur skólans og aðrir starfsmenn vinna þessa dagana hörðum höndum við að standsetja skólann og undirbúa komu nemenda. Heimasíðan er ekki tilbúin en verður samt sem áður sett í loftið og viljum við biðja fólk að sýna okkur biðlund meðan við…

Nánar